Jæja, best að blogga aðeins. Þá hef ég kannski aðeins minna samviskubit yfir því að hringja aldrei í fólk og finnast ég því eiga enga vini. Þetta síðasta er náttúrulega tóm della, held að málið snúist um að mér finnist ég ekki vera góður vinur núna.
En semsagt.
Við fórum og heimsóttum frettur um daginn, og endurtókum leikinn á föstudaginn var svona til að sjá hvort Craig væri með ofnæmi fyrir þeim. Það var náttúrulega málið og til að gjörsamlega rústa plönunum mínum þá var ég bitin (létt nart svona, ekkert illa meint) og fékk svona líka fínindis viðbrögð við því. Þannig að bless bless frettur. Halló miniature schnauzer - semsagt plan B. Stefnum á hundaheimsókn 8 apríl og svo svona hundafund í maí. Sjáum til hvernig fer en Craig er allur miklu jákvæðari fyrir hundi en frettum, og þó fannst honum fretturnar skemmtilegar á föstudaginn.
Talandi um klikkandi plön, þá fengum við fólk til að gera tilboð í lóðina, nema þau gerðu ekkert tilboð í lóðina, þannig að við erum enn og aftur á byrjunarreit þar.
En sum plön ganga upp, við fengum mann í heimsókn til að sinna húsverkum ýmiss konar. Hann setti fyrir okkur upp lista í loftin til að fríkka aðeins upp á húsið, einangraði háaloftið almennilega, setti plötur þar á gólfið og setti svo upp almennilegan hlera og stiga til að fara þar upp. Þannig að húsið er svona nokkurn veginn á leið til betri heilsu og vellíðan en er svoldið rykugt á eftir. Fyrir utan það að öll málningarvinnan sem blasir núna við okkur er svoldið, þú veist svona, mikil. En það hefst allt í rólegheitum.
Við fórum til London um helgina. Löbbuðum okkur alveg upp að hnjám bæði laugardag og sunnudag, með smá stoppi á barnum á laugardagskvöldið til að halda upp á þrítugsafmæli Ade. Það var bara fjör, en við erum ennþá smá stirð. Sáum Tate Modern, St.Paul's Cathedral, The Golden Hinde, Shakespeare's Globe Theatre, The Clink Prison og fullt af litlum beygluðum götum, auk verslana. Forbidden Planet bókabúðin er hættulegur staður. Maður ætti eiginlega að fara þar inn undir umsjón annarra, ólæsra, og án nokkurra greiðslumiðla.
Svo í kvöld fórum við í boði eiginmannsins aftur inn til London en í þetta skiptið til að sjá Sigur Rós. Mergjaðir eins og vanalega og Amiina var betri en síðast, nálguðust bara að vera helv. góðar. Var smá fútt í þeim núna, meira en síðast.
Blóðþrýstingurinn sjálfsagt ennþá upp úr öllu. Er vanalega 126/84 eða svo, nema núna í síðustu tvö skipti hefur hann verið 130/110 um það bil. Augljósasta skýringin er stress í vinnunni, en það er voða lítið sem ég get svo sem gert í málinu í augnablikinu, bíð bara eftir að hlutirnir verði afgreiddir. Er svona að reyna að fara í klukkutíma labbitúr á dag til að ná áttum og hreinsa kollinn. Svo eru víst gæludýr róandi, rannsóknir sýna það.
Er að fara á námskeið í London á vegum vinnunnar á þriðjudaginn. Hvernig á að framkvæma þjónustukannanir og athuga viðhorf viðskiptavina.
Hlakka mikið til að fá útborgað á föstudaginn. Mars hefur verið voða langur. Man reyndar allt í einu núna að ég á eftir að leysa út ávísun frá vinnunni. En það er ekki nema þúsundkall. Þiðsundkallar eru alltaf skemmtilegri.
Kominn tími á bólið - klukkan er ekki nema 01.30 að staðartíma. Bretar eru semsagt komnir á sumartíma og eru klukkustund á undan Íslendingum.
Wednesday, March 29, 2006
Subscribe to:
Posts (Atom)